Ragna númer 44 á nýjum heimslista

Nýr heimslisti Alþjóða Badmintonsambandsins var gefinn út í dag. Ragna Ingólfsdóttir er númer 44 á listanum en hún hefur fallið um sex sæti á undanförnum mánuði. Frá áramótum hefur hún þó hækkað sig um 26 sæti. Ef leikmannalisti Evrópu er skoðaður sérstaklega er Ragna númer 17.

Tíu bestu mót leikmanna á síðustu 12 mánuðum gilda til útreikninga stiga á heimslistanum. Flest stig hefur Ragna fengið fyrir sigur sinn á Iceland Express International í nóvember 2006 og annað sætið á Ungverska Opna í október 2006. Hún fékk einnig mikið af stigum þegar Íslands sigraði Evrópukeppni B-þjóða í Laugardalshöll í janúar síðastliðnum.

Eftirfarandi er yfirlit yfir sæti Rögnu á heimslistanum síðustu mánuði:

 • október 2007 - nr. 44
 • september 2007 - nr. 38
 • ágúst 2007 - nr. 39
 • júlí 2007 - nr. 42
 • júní 2007 - nr. 44
 • maí 2007 - nr. 45
 • apríl 2007 - nr. 47
 • mars 2007 - nr. 53
 • febrúar 2007 - nr. 55
 • janúar 2007 - nr. 70
 • desember 2006 - nr. 67
 • nóvember 2006 - nr. 95
 • október 2006 - nr. 119
 • september 2006 - nr. 214 

Næsta mót Rögnu er Cyprus International Championships sem fram fer í Nicosia 11.-14.október næstkomandi. Nánari upplýsingar um mótið má finna á heimasíðunni www.cyprusbadminton.com.

Skrifað 4. oktober, 2007
ALS