Drive 2 fer upp um eitt sŠti eftir ■ri­ja leik vetrarins

Magnús Ingi Helgason spilar með Drive 2 í vetur. Liðið er í riðli 4 í þriðju deild í Danmörku. Drive 2 mætti Slagelse í þriðja leik vetrarins og tapaði 6-7. Magnús Ingi lék fyrsta tvenndarleik og fyrsta tvíliðaleik karla fyrir lið sitt.

Tvenndarleikinn lék hann með Lea Elm Jensen gegn Rasmus Brix Jensen og Lærke Olasen. Þau unnu 21-17 og 21-10. Tvíliðaleikinn lék hann með Jesper Pedersen. Þeir mættu Frederik Fibiger og Rasmus Brix Jensen. Magnús og Pedersen töpuðu 16-21 og 7-21.

Drive 2 vann auk fyrsta tvenndarleiks fyrsta, annan einliðaleik kvenna, þriðja og fjórða einliðaleik karla og báða tvíliðaleiki kvenna.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit viðureigna Drive 2 og Slagesle.

Eftir þriðju umferð er Drive 2 í sjöunda og næstsíðasta sæti riðilsins. Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum.
Næsti leikur Drive 2 er laugardaginn 29. október gegn Holte 2.

Skrifa­ 10. oktober, 2016
mg