Úrslit Unglingamóts TBS

Unglingamót TBS var haldið á Siglufirði um helgina. Keppt var í öllum greinum í aldursflokkum U11 til U17. Mótið var hluti af Dominos unglingamótaröð Badmintonsambands Íslands og gaf stig á styrkleikalista.

Í flokki U11 snáða vann Máni Berg Ellertsson ÍA í flokki snáða og í flokki snóta vann Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH. Í tvíliðaleik í flokki U11 unnu Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir og Isabella Ósk Stefánsdóttir TBS.

Í flokki U13 vann Gabríel Ingi Helgason BH Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH í úrslitum 21-19 og 21-13 í einliðaleik hnokka. María Rún Ellertsdóttir ÍA TBR vann Önnu Brynju Agnarsdóttur TBS í úrslitum 21-9 og 21-18 í einliðaleik táta. Gabríel Ingi Helgason og Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH unnu tvíliðaleik hnokka er þeir unnu í úrslitaleik Stefán Eiríksson og Steinar Petersen TBR eftir oddalotu 15-21, 21-11 og 21-17. Tvíliðaleik táta unnu Anna Brynja Agnarsdóttir og Halldóra Helga Sindradóttir TBS sem unnu í úrslitum Lilju Bu og Sigurbjörgu Árnadóttur TBR 21-16 og 21-16. Tvenndarleik í flokki U13 unnu Gabríel Ingi Helgason BH og María Rún Ellertsdóttir ÍA. Þau unnu í úrslitum Steinar Petersen og Sigurbjörgu Árnadóttur TBR 21-12 og 21-15. Gabríel Ingi vann því þrefalt á mótinu.

Í flokki U15 vann Sigurður Patrik Fjalarsson KR. Hann vann í úrslitum í einliðaleik Steinþór Emil Svavarsson BH 21-17 og 21-19. Katrín Vala Einarsdóttir BH vann einliðaleik meyja en hún sigraði í úrslitum Karolinu Prus KR eftir oddalotu 19-21, 21-15 og 21-16. Tvíliðaleik sveina unnu Steinþór Emil Svavarsson og Freyr Víkingur Einarsson BH sem sigruðu í úrslitum Sigurð Patrik Fjalarsson og Magnús Má Magnússon KR eftir oddalotu 21-17, 10-21 og 21-19. Tvíliðaleik meyja unnu Anna Alexandra Petersen og Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir TBR sem unnu í úrslitum Júlíönu Karitas Jóhannsdóttur og Lív Karlsdóttur TBR eftir oddalotu 21-15, 20-22 og 21-13. Tvenndarleik í flokki U15 unnu Steinþór Emil Svavarsson og Katrín Vala Einarsdóttir BH sem unnu í úrslitum Sigurð Patrik Fjalarsson og Karolinu Prus KR 21-13 og 21-16.

Í flokki U17 vann Einar Sverrisson TBR Eystein Högnason TBR í úrslitum eftir oddalotu 21-12, 17-21 og 21-14 í einliðaleik drengja. Andrea Nilsdóttir TBR vann Höllu Maríu Gústafsdóttur í úrslitum 21-8 og 21-18 í einliðaleik telpna. Í tvíliðaleik drengja unnu Daníel Ísak Steinarsson og Einar Sverrisson TBR en þeir unnu í úrslitum Bjarna Þór Sverrisson og Eystein Högnason TBR 21-18 og 21-13. Tvíliðaleik telpna unnu Andrea Nilsdóttir og Sigríður Ása Guðmarsdóttir TBR en þær unnu í úrslitum Önnu Díu Baldvinsdóttur og Oddnýju Höllu Haraldsdóttur TBS 21-12 og 21-7. Í tvenndarleik í flokki U17 unnu Daníel Ísak Steinarsson og Andrea Nilsdóttir TBR en þau unnu í úrslitum Einar Sverrisson TBR og Sigríði Ásu Guðmarsdóttur TBR 21-13 og 21-12. Andrea vann því þrefalt á mótinu.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Unglingamóti TBS.

Skrifađ 3. oktober, 2016
mg