Hvidovre 2 fˇr upp um eitt sŠti eftir a­ra umfer­

Drífa Harðardóttir leikur með Hvidovre 2 í dönsku þriðju deildinni. Liðið spilar í riðli þrjú og átti annan leik vetrarins um helgina. Leikurinn var gegn Herlev badminton. Hvidovre 2 tapaði 6-7.

Drífa lék annan tvenndarleik og fyrsta tvíliðaleik kvenna fyrir lið sitt. Tvenndarleikinn lék hún með Michael Poulsen gegn Kristian Holm og Katrine Amdi Jensen. Drífa og Poulsen unnu 21-17 og 26-24. Tvíliðaleikinn lék hún með Louise Seiersen gegn Kamilla Vinther og Katrine Amdi Jensen. Drífa og Seiersen unnu 21-14 og 21-17.

Hvidovre 2 vann einnig annan einliðaleik kvenna, annan og þriðja einliðaleik karla og annan tvíliðaleik karla.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit viðureignar Hvidovre 2 og Herlev Badminton.

Eftir aðra umferðina fer Hvidovre 2 upp um eitt sæti og er nú í sjöunda sæti riðilsins. Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum.

Næsti leikur liðsins er gegn Charlottenlund laugardaginn 8. október.

Skrifa­ 29. september, 2016
mg