Úrslit Atlamóts ÍA

Þriðja mót Dominos mótaraðar BSÍ, Atlamót ÍA, var um helgina.

Í meistaraflokki vann Róbert Þór Henn TBR Kristófer Darra Finnsson TBR í úrslitum einliðaleiks karla 21-16 og 21-17. Í einliðaleik kvenna vann Arna Karen Jóhannsdóttir. Hún vann í úrslitum Hörpu Hilmisdóttur BH 21-18 og 21-12. Í tvíliðaleik karla sigruðu Kristófer Darri Finnsson og Davíð Bjarni Björnsson TBR Róbert Inga Huldarsson og Tomas Dovydaitis BH í úrslitum 21-6 og 21-18. Sigurvegarar í tvíliðaleik kvenna voru Anna Marrgét Guðmundsdóttir og Harpa Hilmisdóttir BH. Þær unnu Örnu Karen Jóhannsdóttur og Þórunni Eylands TBR í úrslitum eftir oddalotu 11-21, 21-9 og 21-14. Í tvenndarleik sigurðu Davíð Bjarni Björnsson TBR og Harpa Hilmisdóttir BH er þau unnu í úrslitum Róbert Inga Huldarsson og Önnu Margréti Guðmundsdóttur BH 21-18 og 21-14.

Í A-flokki sigraði Haukur Gylfi Gíslason Samherjum í einliðaleik karla. Hann vann í úrslitum Einar Sverrisson TBR 21-12 og 21-16. Í einliðaleik kvenna vann Ingibjörg Sóley Einarsdóttir BH sem vann eftir oddalotu Eyrúnu Björgu Guðjónsdóttur BH 15-21, 22-20 og 21-16. Í tvíliðaleik karla unnu Elvar Már Sturlaugsson ÍA og Haukur Gylfi Gíslason Samherjum. Þeir unnu Andra Broddason og Einar Sverrisson TBR 21-13 og 21-14. Tvíliðaleik kvenna unnu Harpa Kristný Sturlaugsdóttur ÍA og Ingibjörg Rósa Jónsdóttir UMFS þær unnu Höllu Maríu Gústafsdóttur og Unu Hrund Örvar BH eftir oddalotu í hörkuspennandi leik 11-21, 21-19 og 21-17. Í tvenndarleik sigruðu Elvar Már Sturlaugsson ÍA og Elín Ósk Traustadóttur BH. Þau unnu Bjarna Þór Sverrisson TBR og Hörpy Kristnýju Sturlaugsdóttur ÍA 21-17 og 21-16.

Í B-flokki vann Brynjar Már Ellertsson ÍA einliðaleik karla. Hann sigraði í úrslitum Elís Þór Dansson TBR 21-16 og 21-13. Í einliðaleik kvenna var keppt í riðli. Í einliðaleik kvenna var keppt í riðli og Björk Orradóttir TBR stóð uppi sem sigurvegari. Tvíliðaleik karla unnu Elís Þór Dansson TBR og Símon Orri Jóhannsson ÍA. Þeir unnu í úrslitum Brynjar Má Ellertsson og Tómas Andra Jörgensson ÍA eftir oddalotu 19-21, 21-14 og 21-17. Ekki var keppt í tvíliðaleik kvenna í B-flokki. Í tvenndarleik unnu Tómas Andri Jörgensson og Irena Rut Jónsdóttir ÍA sem sigruðu í úrslitum Brynjar Má Elletsson ÍA og Ingibjörgu Rósu Jónsdóttur UMFS 21-19 og 21-11.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Atlamóti ÍA.

Skrifað 26. september, 2016
mg