U19 landsli­ ═slands vali­ fyrir HM U19 ungmenna

Tinna Helgadóttir landsliðsþjálfari hefur valið hópinn sem tekur þátt í Heimsmeistaramóti U19 ungmenna sem fer fram í Bilbao á Spáni dagana 2. - 13. nóvember næstkomandi.

Mótið er bæði liðakeppni og einstaklingskeppni. Liðakeppnin fer fram 2. - 6. nNóvember og einstaklingskeppnin 8. - 13. nóvember.

Íslenska U19 landsliðið skipa Atli Tómasson TBR, Davíð Bjarni Björnsson TBR, Alda Karen Jónsdóttir TBR (búsett í Noregi) og Þórunn Eylands TBR.

Dregið verður í liðakeppnina 12. október og í einstaklingskeppnina 6. nóvember.

Skrifa­ 23. september, 2016
mg