Atli Jˇhannesson rß­inn a­sto­arlandsli­s■jßlfari ═slands Ý badminton

Badmintonsamband Íslands hefur ráðið Atla Jóhannesson sem aðstoðarlandsliðsþjálfara.

Atli Jóhannesson aðstoðarlandsliðsþjálfari

Atli er fæddur árið 1988 og lauk stúdentsprófi frá FG árið 2008. Hann er með B.sc. gráðu í íþróttafræði frá Háskóla Íslands og er í mastersnámi í sama fagi við Háskóla Íslands.

Atli hóf badmintonferil sinn fimm ára gamall og spilaði allan feril sinn fyrir TBR. Hann var færður í meistaraflokk 17 ára og hefur spilað fyrir Íslands hönd með U17, U19 ára og A-landsliði Íslands. Atli hefur spilað yfir 30 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann hefur unnið fjóra Íslandsmeistaratitla í meistaraflokki og fjölda Íslandsmeistaratitla í unglingaflokkum.

Atli mun vinna náið með Tinnu Helgadóttur landsliðsþjálfara. Hann mun einbeita sér að yngstu unglingalandsliðshópunum auk þess sem hann kemur að þjálfun eldri landsliðshópa og Afrekshópi BSÍ.

Skrifa­ 20. september, 2016
mg