Reykjavíkurmeistarar 2016

Reykjavíkurmót unglinga var haldið í TBR í gær, laugardag. Mótið er hluti af Dominos unglingamótaröð Badmintonsambandsins og gefur stig á styrkleikalista.

Enginn leikmaður varð þrefaldur Reykjavíkurmeistari í ár.

Átta einstaklingar urðu tvöfaldir Reykjavíkurmeistarar. Þau eru Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH (U13) í einliða- og tvíliðaleik, Gabríel Ingi Helgason BH (U13) í tvíliða- og tvenndarleik, María Rún Ellertsdóttir ÍA (U13) í einliða- og tvenndarleik, Gústav Nilsson TBR (U15) í einliða- og tvíliðaleik, Karolina Prus KR (U15) í tvíliða- og tvenndarleik, Katrín Vala Einarsdóttir BH (U15) í einliða- og tvíliðaleik, Eysteinn Högnason TBR (U17) í einliða- og tvíliðaleik og Þórunn Eylands TBR (U17) í einliða- og tvenndarleik.

Aðrir Reykjavíkurmeistarar eru:

Í einliðaleik: Haukur Gylfi Gíslason Samherjum (U19) og Harpa Hilmisdóttir BH (U19).

Í tvíliðaleik: Lilja Bu TBR (U13), Sigurbjörg Árnadóttir TBR (U13), Stefán Árni Arnarsson TBR (U15), Halla María Gústafsdóttir BH (U17), Una Hrund Örvar BH (U17), Bjarni Þór Sverrisson TBR (U17), Atli Tómasson TBR (U19) og Davíð Bjarni Björnsson TBR (U19).

Í tvenndarleik: Sigurður Patrik Fjalarsson KR (U15) og Einar Sverrisson TBR (U17).

Úrslit leikja á Reykjavíkurmóti unglinga má nálgast með því að smella hér.

Skrifađ 18. september, 2016
mg