Drífa spilar með Hvidovre 2 í vetur

Drífa Harðardóttir leikur með Hvidovre 2 í dönsku þriðju deildinni. Liðið spilar í riðli þrjú og átti fyrsta leik gegn Hillerød. Hvidovre tapaði 4-9.

Drífa lék annan tvenndarleik og fyrsta tvíliðaleik kvenna fyrir lið sitt. Tvenndarleikinn lék hún með Michael Poulsen gegn Jesper Vestergaard Sørensen og Emma Igel. Drífa og Poulsen unnu 21-7 og 21-15. Tvíliðaleikinn lék hún með Louise Seiersen gegn Amanda Shahin og Line Haarkjær. Drífa og Seiersen unnu 21-10 og 21-12.

Hvidovre 2 vann einnig annan einliðaleik kvenna og þriðja tvíliðaleik karla.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit viðureignar Hvidovre 2 og Hillerød.

Eftir fyrstu umferðina er Hvidovre 2 í áttunda og neðsta sæti riðilsins. Næsti leikur liðsins er gegn Herlev Badminton laugardaginn 27. september.

Skrifað 14. september, 2016
mg