Magnús Ingi spilar með Drive 2 í vetur

Magnús Ingi Helgason spilar með Drive 2 í vetur. Liðið er í riðli 4 í þriðju deild í Danmörku. Drive 2 mætti í fyrsta leik vetrarins KBK Kbh. um helgina og tapaði 4-9. Magnús Ingi lék fyrsta tvenndarleik og fyrsta tvíliðaleik karla fyrir lið sitt.

Tvenndarleikinn lék hann með Lea Elm Jensen gegn Morten Petersen og Cheng Teng Ip. Magnús Ingi og Jensen töpuðu 10-21 og 17-21. Tvíliðaleikinn lék hann með Thore Møller-Haastrup. Þeir mættu Nikolaj Eskesen og Simon Pihl. Magnús og Møller-Haastrup unnu eftir oddalotu 21-13, 18-21 og 21-14.

Drive vann auk fyrsta tvíliðaleiks karla annan tvenndarleik, og annan og þriðja tvíliðaleik karla.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit viðureigna Drive 2 og KBK Kbh.

Eftir fyrstu umferðina er Drive í sjöunda sæti riðilsins af átta. Næsti leikur Drive 2 er laugardaginn 24. september gegn Solrød Stand 4.

Skrifað 12. september, 2016
mg