Eiður Ísak og Margrét unnu Einliðaleiksmót TBR

Fyrsta mót Dominosmótaraðar BSÍ, Einliðaleiksmót TBR, var haldið í dag. Eingöngu var keppt í meistaraflokki í einliðaleik.

Sextán keppendur voru í karlaflokki og bar Eiður Ísak Broddason TBR sigur úr bítum eftir að hafa unnið Kristófer Darra Finnsson TBR í úrslitum en leikurinn var æsispennandi. Eiður vann 30-29 og 21-17.

Smellið hér til að sjá úrslit leikja í einliðaleik karla.

Í einliðaleik kvenna voru fjórir keppendur skráðir til leiks. Sigurvegarinn í einliðaleik kvenna var Margrét Jóhannsdóttir TBR en hún sigraði í úrslitaleik Sigríði Árnadóttur TBR 21-8 og 21-11.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í einliðaleik kvenna.

Næsta mót í Dominosmótaröðinni, Haustmót KR, er á morgun sunnudaginn 11. september en mótið er tvíliða- og tvenndarleiksmót.

Skrifað 10. september, 2016
mg