Dominos mótaröđin fer af stađ á morgun

Fyrsta mót vetrarins, Einliðaleiksmót TBR, er á morgun laugardaginn 10. september og hefst klukkan 10.

Mótið er það fyrsta í Dominos mótaröð Badmintonsambandsins en mótin eru alls tíu á þessu keppnistímabili sem hefst á morgun.

Á þessu móti er eingöngu keppt í einliðaleik í meistaraflokki.

Alls eru 16 keppendur skráðir til leiks í meistaraflokki karla og má sjá niðurröðun og tímasetningar með því að smella hér. Eiður Ísak Broddason TBR fær röðun númer eitt og Kristófer Darri Finnsson TBR númer tvö. Kári Gunnarsson spilar ekki á Íslandi í vetur en hann er í skiptinámi í Bandaríkjunum.

Aðeins fjórir keppendur eru skráðir til leiks í meistaraflokki kvenna og má sjá niðurröðun og tímasetningar með því að smella hér. Margrét Jóhannsdóttir TBR fær röðun númer eitt og Arna Karen Jóhannsdóttir TBR númer tvö.

Annað mót Dominos mótaraðarinnar er svo á sunnudag, Haustmót KR.

 

Skrifađ 9. september, 2016
mg