Alda Karen og Jóhannes Orri tóku ţátt í Irish U19 Open

Alda Karen Jónsdóttir og Jóhannes Orri Ólafsson, sem bæði búa í Noregi, kepptu með félagi sínu á Irish U19 Open í gær en mótið fer fram um helgina.

Jóhannes keppti í einliðaleik karla gegn David Orteu frá Sviss og tapaði 8-21 og 10-21.

Alda Karen sat hjá í fyrstu umferð og lék einliðaleik í annarri umferð gegn Beth Stephenson frá Írlandi. Alda tapaði 19-21 og 9-21.

Jóhannes lék tvíliðaleik með Christoffer Hamnes frá Noregi gegn Andrija Kraljic og Brandon Tsang frá Skotlandi í annarri umferð eftir að hafa setið hjá í fyrstu umferð. Jóhannes og Hamnes töpuðu 16-21 og 14-21.

Alda lék tvíliðaleik með Kristine Haakonseth frá Noregi. Þær sátu einnig hjá í fyrstu umferð og mættu í þeirri annarri Judith Petrikowski og Runa Plützer frá Þýskalandi en þeim er raðað númer eitt inn í greinina. Alda og Haakonseth töpuðu 13-21 og 17-21.

Alda Karen lék tvenndarleik með Tobias Krömke frá Noregi. Þau sátu hjá í fyrstu umferð og mættu í þeirri annarri Oisin Dwyer og Sarah Pingree frá Írlandi. Þau unnu 21-15 og 21-9. Í þriðju umferð kepptu þau við Matthew Grimley og Toni Woods frá Skotlandi og lutu í lægra haldi í þeirri viðureign 17-21 og 13-21.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í Irish U19 Open.

Skrifađ 4. september, 2016
mg