Margrét í átta liđa úrslitum í Slóvakíu

Sjö keppendur frá Íslandi tóku þátt í Slovak Open sem er nú í gangi. Keppendurnir eru Margrét Jóhannsdóttir, Arna Karen Jóhannsdóttir, Sigríður Árnadóttir, Davíð Bjarni Björnsson, Eiður Ísak Broddason, Jónas Baldursson og Kristófer Darri Finnsson. Í mótinu er spilað eftir kerfi þar sem þarf að vinna þrjár lotur upp í 11 og með tveggja stiga muni.

Eiður Ísak lék í forkeppni einliðaleiks karla gegn Filimon Collins-Valentine frá Rúmeníu og tapaði naumlega 8-11, 12-10 og 9-11. Davíð Bjarni tapaði fyrir Miha Ivancic frá Slóveníu 4-11, 4-11 og 12-14.

Margrét Jóhannsdóttir vann sig inn í aðalkeppnina eftir að hafa unnið Katarina Neudolt frá Austurríki 10-12, 11-5, 11-8 og 11-7. Í öðrum leik forkeppninnar vann Margrét Ema Cizelj frá Slóveníu 11-8, 10-12, 14-12 og 11-9. Sigríður tapaði fyrsta leik sínum í forkeppninni fyrir Mariya Rud frá Úkraínu 1-11, 4-11 og 6-11. Arna Karen tapaði einnig fyrsta leik sínum gegn Nika Arih frá Slóveníu 0-11, 5-11 og 7-11. Í aðalkeppninni mætti Margrét Lydia Jane Powell frá Englandi. Margrét laut í lægra haldi fyrir henni eftir hörkuleik 11-9, 6-11, 13-11, 11-13 og 3-11.

 

Margrét Jóhannsdóttir

 

Eiður Ísak og Jónas kepptu í forkeppni tvíliðaleiks karla gegn Dean Brabec frá Tékklandi og töpuðu naumlega 9-11, 13-11, 8-11, 11-8 og 6-11.

Arna Karen og Sigríður fóru beint inn í aðalkeppnina í tvíliðaleik kvenna og mættu í fyrstu umferð Solvar Flaten Jorgensen og Natalie Syvertsen frá Noregi. Þær töpuðu leiknum 8-11, 11-9, 7-11 og 5-11. Margrét lék tvíliðaleik með Martina Repiska frá Slóvakíu. Þær mættu í fyrstu umferð Magdalena Kulska og Zuzanna Parysz frá Póllandi og unnu 11-6, 11-, og 11-3. Þær mætu svo í annarri umferð pari sem er raðað númer tvö inn í greinina, Vytaute Fomkinaite og Gerda Voitechovskaja frá Litháen. Margrét og Repiska unnu þann leik 11-7, 11-6, 6-11 og 11-4. Á morgun spila þær í átta liða úrslitum.

Eiður Ísak og Arna Karen léku tvenndarleik í forkeppninni gegn Jonty Russ og Zoe King frá Englandi. Þeir töpuðu 3-11, 10-12 og 6-11. Davíð Bjarni og Sigríður fóru beint inn í aðalkeppnina í tvenndarleik. Þau töpuðu þar fyrsta leik fyrir Miha Ivanic og Nika Arih frá Slóveníu 9-11, 5-11 og 3-11. Kristófer Darri og Margrét sátu hjá í fyrstu umferð aðalkeppninnar í tvenndarleik og léku fyrsta leik sinn gegn Callum Hemming og Fee Teng Liew frá Englandi. Þau töpuðu 3-11, 6-11 og 6-11.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Slovak Open.

Skrifađ 2. september, 2016
mg