Chen Long er Ólympíumeistari í einliðaleik karla

Úrslit í einliðaleik karla fóru fram á Ólympíuleikunum í dag. Lee Chong Wei frá Malasíu og Chen Long frá Kína mættust í þeim leik. Lee Chon Wei hafði fyrir leikinn tvisvar fengið silfur á Ólympíuleikum, í Peking og í London. Chen Long vann einliðaleik á HM síðasta og er ríkjandi heimsmeistari.Long vann báðar loturnar 21-18 og hampar því Ólymíugullinu í fyrsta sinn á meðan Lee fær sitt þriðja silfur.

Hinn ungi Viktor Axelsen frá Danmörku spilaði um þriðja sætið gegn Lin Dan, tvöföldum Ólympíumeistara og vann eftir oddalotu 15-21, 21-10 og 21-17.

Badmintonkeppni Ólympíuleikanna er þar með lokið í Ríó í Brasilíu. Smellið hér til að sjá úrslit leikja á Ólympíuleikunum í Ríó.

Skrifað 20. ágúst, 2016
mg