Ţćr dönsku hlutu silfur

Í dag var spilað til úrslita í tvíliðaleik kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó.

Kamilla Rytter Juhl og Christinna Pedersen frá Danmörku öttu kappi við Misaki Matsutomo og Ayaka Takahashi frá Japan. Leikurinn fór í odd sem endaði með sigri þeirra japönsku eftir æsispennandi leik 18-21, 21-9 og 21-19. Í þriðja sæti urðu Jung Kyung Eun og Shin Seung Chan frá Kóreu. Frederik krónprins Dana afhenti verðlaunin.

Kamilla Rytter Juhl og Christinna Pedersen 

Ólympíumeistarar í tvenndarleik eru Tontowi Ahmad og Liliyana Natsir frá Indónesíu eftir að þau sigruðu Liu Ying Goh frá Malasíu í úrslitum 21-14 og 21-12. Í þriðja sæti urðu Zhang Nan og Zhao Yunlei frá Kína.

Carolina Marin frá Spáni vann í undanúrslitum í einliðaleik kvenna Li Xeurui frá Kína 21-14 og 21-16. Pusarla V. Sindhu frá Indlandi vann Nozomi Okuhara frá Japan 21-19 og 21-10. Íslandsvinurinn Marin mætir því Pusarla í úrslitum á morgun, föstudag.

Úrslit í tvíliðaleik karla fara einnig fram á morgun. Þar mæta V. Shem Goh og Wee Kiong Tan frá Malasíu Fu Haifeng og Zhang Nan frá Kína.

Undanúrslit í einliðaleik karla fara einnig fram á morgun.

Smellið hér til að sjá úrslit leikja á Ólympíuleikunum í Ríó.

Skrifađ 18. ágúst, 2016
mg