Viktor Axelsen er kominn í undanúrslit í einliðaleik

Í dag voru átta manna úrslit spiluð í einliðaleik á Ólympíuleikunum í Ríó.

Í einliðaleik karla er Viktor Axelsen frá Danmörku kominn undanúrslit eftir að hafa sigrað Bretann Rajiv Ouseph í tveimur lotum 21-12 og 21-16. Axelsen er einungis 22 ára og leikur hér á sínum fyrstu Ólympíuleikum. Chen Long frá Kína vann Son Wan Ho frá Kóreu eftir oddalotu 21-11, 18-21 og 21-11. Axelsen mætir Chen í undanúrslitum. Lee Chong Wei vann Chou Tien Chen frá Típet örugglega 21-9 og 21-15 og hann mætir í undanúrslitum Lin Dan sem vann Indverjann Srikanth Kidamdi eftir oddalotu 21-6, 11-21 og 21-18.

Carolina Marin frá Spáni vann Sung Ji Hyun frá Kóreu 21-12 og 21-16. Marin mætir í undanúrslitum. Li Xeurui frá Kína sem vann Porntip Buranaprasertsuk frá Tælandi 21-12 og 21-17 í átta manna úrslitum. Nozomi Okuhara sigraði löndu sína Akane Yamaguchi eftir oddalotu 11-21, 21-17 og 21-10 og mætir því í undanúrslitum Pusarla V. Sindhu frá Indlandi. Hún sló úr Wang Yihan frá Kína en henni var raðað númer tvö inn í greinina. Sindhu vann hana 2-20 og 21-19. Undanúrslitin fara fram á morgun, fimmtudag.

Úrslit í tvenndarleik fara fram í dag, miðvikudag en þar mætast Tontowi Ahmad og Liliyana Natsir frá Indónesíu og Peng Soon Chan og Liu Ying Goh frá Malasíu. Indónesíska parinu var raðað númer þrjú inn í greinina en parinu frá Malasíu var ekki raðað. Í átta liða úrslitum kepptu einungis þrjú röðuð pör, númer eitt, tvö og þrjú.

Smellið hér til að sjá úrslit leikja á Ólympíuleikunum í Ríó.

Skrifað 17. ágúst, 2016
mg