Þjálfaranámskeið 27. og 28. ágúst

Badmintonsamband Íslands stendur fyrir þjálfaranámskeiði helgina 27. - 28. ágúst.
Námskeiðið fer fram í TBR og stendur frá klukkan 10 til 16 báða dagana.

Áhersla verður lögð á þjálfun yngri barna, hæfileikamótun og æfingaumhverfi.

Kennari á námskeiðinu er Tinna Helgadóttir.

Skráning fer fram með því að senda póst til netfangsins bsi@badminton.is
Verð 10.000 á mann.

Boðið verður upp á Dominos pizzur í hádeginu en fólk er beðið um að koma með drykki með sér ef það vill drekka annað en kranavatn.

Ég hvet alla til að láta þetta tækifæri ekki fram hjá sér fara og skrá sig á námskeiðið.

Skrifað 16. ágúst, 2016
mg