Danskt par í úrslitum í tvíliðaleik kvenna á ÓL

Spilað hefur verið fram í átta manna úrslit í badmintonkeppni Ólympíuleikanna í Ríó.

Í einliðaleik karla er Viktor Axelsen frá Danmörku kominn í átta manna úrslit en hann mætir Rajiv Ouseph frá Bretlandi. Axelsen er raðað númer fjögur inn í greinina en Ouseph númer 13. Lee Chong Wei sem raðað er númer eitt mætir Chou Tien Chen frá Típet en honum er raðað númer sex inn í greinina. Chen Long frá Kína, með aðra röðun, mætir Son Wan Ho frá Kóreu en hann er með áttundu röðun. Lin Dan frá Kína, sem er raðað númer þrjú, mætir Srikanth Kidamdi frá Indlandi, sem er raðað númer níu.Átta manna úrslitin fara fram á morgun, miðvikudag.

Carolina Marin frá Spáni mætir í átta manna úrslitum Sung Ji Hyun. Marin er raðað númer eitt inn í greinina en keppinauti hennar er raðað númer sjö. Li Xeurui frá Kína, sem er raðað númer þrjú, mætir Porntip Buranaprasertsuk frá Tælandi en henni var raðað númer 12 inn í greinina. Tvær japanskar mætast í átta manna úrslitum, Nozomi Okuhara sem er raðað númer sex og Akane Yamaguchi sem er raðað númer tíu. Síðasta viðureignin í átta manna úrslitum einliðaleiks kvenna er í höndum Pusarla V. Sindhu frá Indlandi, sem er raðað númer níu, og Wang Yihan frá Kína en henni er raðað númer tvö. Átta manna úrslit einliðaleiks kvenna fara fram á fimmtudaginn.

Í tvíliðaleik karla var spilað fram í úrslit í dag. Í úrslitum mætast V Shem Goh og Wee Kiong Tan frá Malasíu og Fu Haifeng og Zhang Nan frá Kína. Kínverska parinu var raðað númer fjögur inn í greinina. Þeir malasísku unnu í átta liða úrslitum Lee Yong Dae og Yoo Yeon Seong frá Kóreu sem var raðað númer eitt inn í greinina. Í undanúrslitum var einungis eitt par sem var raðað inn í greinina.

Í tvíliðaleik kvenna er danskt par komið í úrslit. Christinna Pedersen og Kamilla Rytter Juhl munu etja kappi við Misaki Matsutomo og Ayaka Takahashi frá Japan en þeim er raðað númer eitt inn í greinina. Þær dönsku voru ekki með röðun inn í mótið og þær slógu út par sem var raðað númer tvö inn í greinina, Tang Yuanting og Yu Yang frá Kína.

Í tvenndarleik hefur einnig verið spilað fram í úrslit. Í þeim mætast Tontowi Ahmad og Liliyana Natsir frá Indónesíu og Peng Soon Chan og Liu Ying Goh frá Malasíu. Indónesíska parinu var raðað númer þrjú inn í greinina en parinu frá Malasíu var ekki raðað. Í átta liða úrslitum kepptu einungis þrjú röðuð pör, númer eitt, tvö og þrjú. Úrslitin í tvenndarleik fara fram á morgun, miðvikudag.

Smellið hér til að sjá úrslit leikja á Ólympíuleikunum í Ríó.

Skrifað 16. ágúst, 2016
mg