Vel heppnu­um Šfingab˙­um loki­

North Atlantic æfingabúðunum var að ljúka á Akranesi. Það voru þreyttir og ánægðir þátttakendur sem héldu til síns heima eftir búðirnar. 

Æfingarnar voru strembnar og krefjandi og stóðu frá morgni til kvölds með hléum til að borða. Þá var einnig farið í badminton leiki.

Einn daginn var farið í ferðalag. Þá heimsóttu þátttakendur Gullfoss, Geysi og Þingvelli. Svo var endað í skógræktinni á Akranesi og þar var grillað. 

North Atlantic Camp 2016 

Þátttakendur voru 23 talsins frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi auk þess sem sjö þjálfarar sóttu þjálfaranámskeið. Yfirþjálfarar voru Boxiao Pan frá Svíþjóð og Tinna Helgadóttir. 

Við þökkum öllum kærlega fyrir samveruna á Akranesi síðastliðna viku og ekki síst Badmintonfélagi Akraness fyrir að halda búðirnar. 

Skrifa­ 24. j˙lÝ, 2016
mg