Sumarskóla Badminton Europe lauk í dag

Sumarskóli Badminton Europe, sem haldinn var í 34. skipti lauk í dag í Slóveníu. Þátttakendur fyrir Íslands hönd voru Eysteinn Högnason TBR, Einar Sverrisson TBR, Bjarni Þór Sverrisson TBR, Harpa Kristný Sturlaugsdóttir ÍA og Þórunn Eylands TBR.

 

Sumarskóli Badminton Europe

 

Alla vikuna voru stífar æfingar auk þess sem krakkarnir gerðu eitthvað saman.

Smellið hér til að lesa um Sumarskóla Badminton Europe.

Boxiao Pan, U15 landsliðsþjálfari Svía, kemur nánast beint úr Sumarskólanum til Íslands en hann lendir á Íslandi annað kvöld. Hann mun vera yfirþjálfari í North Atlandic Camp æfingabúðunum sem hefjast á Akranesi á mánudaginn.

Skrifađ 16. júlí, 2016
mg