Ćfingabúđir U11 - U17

Bsdmintonsamband Íslands og TBR bjóða áhugasömum leikmönnum fæddum á árunum 2000 - 2007 að skrá sig í æfingabúðir dagana 25. - 27. júlí næstkomandi. Búðirnar fara fram í TBR fyrrnefnda dagana klukkan 9 - 15.

Leikmenn sem eru meðal fjögurra stigahæstu leikmanna í einliðaleik á styrkleikalista unglinga, í sínum árangi, hafa möguleika á að skrá sig.

Í boði eru 32 pláss, fjögur á hvern árgang. 

Í æfingabúðunum verður lögð áhersla á tækniæfingar, fótaburð og líkamlegt atgervi. 

Þjálfarar verða Tinna Helgadóttir og Jeppe Ludvigsen. 

Verð: 10.000,- 

Skráning fer fram í gegnum netfangið mg@badminton.is 

Skrifađ 29. júní, 2016
mg