Afrekshópur keppir í Lettlandi og Litháen

Stærstur hluti Afrekshóps Badmintonsambands Íslands keppir á Alþjóðlega lettneska og Alþjóðlega litháenska mótinu í byrjun júní.

Alþjóðlega lettneska mótið hefst fimmtudaginn 2. júní og stendur fram á sunnudag 5. júní. Eiður Ísak Broddason, Daníel Jóhannesson, Davíð Bjarni Björnsson, Kristófer Darri Finnsson, Margrét Jóhannsdóttir, Rakel Jóhannesdóttir og Sigríður Árnadóttir taka þátt í mótinu. Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar Alþjóðlega lettneska mótsins.

Hópurinn fer eftir mótið ásamt Tinnu Helgadóttur landsliðsþjálfara til Danmerkur og æfir þar hjá henni í Værlöse.

Alþjóðlega litháenska mótið hefst svo fimmtudaginn 9. júní og stendur til sunnudagsins 12. júní. Þau taka einnig þátt í því móti auk Söru Högnadóttur sem slæst í hópinn. Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar Alþjóðlega litháneska mótsins.

Skrifað 31. maí, 2016
mg