Tinna velur hópinn í North Atlantic Camp

Tinna Helgadóttir landsliðsþjálfari Badmintonsambandsins hefur valið hópinn sem fer í North Atlantic æfingabúðirnar sem að þessu sinni eru haldnar á Íslandi. Búðirnarverða dagana 18. - 24. júlí á Akranesi en afrekskrakkar frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi í aldurshópum U13-U17 voru valdir til þátttöku. North Atlantic Camp eru nú haldnar í áttunda sinn.

Íslenska hópinn skipa:
María Rún Ellertsdóttir ÍA
Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH
Stefán Árni Arnarsson TBR
Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir TBR
Andrea Nilsdóttir TBR
Þórður Skúlason BH
Halla María Gústafsdóttir BH
Baldur Einarsson TBR

Þjálfaranámskeið verður haldið á sama tíma og sama stað. Íslenskir þjálfarar sem fara á námskeiðið eru Irena Rut Jónsdóttir ÍA og Þorkell Ingi Eriksson TBR. Þau verða jafnframt liðsstjórar íslenska hópsins. Ef fleiri þjálfarar hafa áhuga á að taka þátt þá er viðkomanda frjálst að hafa samband við Margréti hjá Badmintonsambandinu.

Yfirþjálfarar æfingabúðanna verða Boxiao Pan frá Svíþjóð en hann unglingalandsliðsþjálfari Svía fyrir aldurshóp U15 og Tinna Helgadóttir landsliðsþjálfari Íslands.

Skrifað 19. maí, 2016
mg