Sara og Kári úr leik í Evrópukeppninni

Sara Högnadóttir og Kári Gunnarsson kepptu í Evópukeppni einstaklinga sem fer nú fram í La Roche sur Yon í Frakklandi.

Sara mætti Anna Thea Madsen frá Danmörku og tapaði 9-21 og 9-21.

Kári fékk fyrsta leik sinn gefinn en hann átti að mæta í fyrstu umferð Þjóðverjanum Dieter Domke. Í annarri umferð mætti hann Brice Leverdez frá Frakklandi en honum er raðað númer sex inn í greinina. Kári tapaði 7-21 og 12-21.

Smellið hér til að sjá úrslit dagsins í Evrópukeppni einstaklinga.

Skrifađ 27. apríl, 2016
mg