Valiđ í Nordic Camp

Badmintonsambönd Norðurlandanna halda æfingabúðir árlega um árabil sem kallast Nordic Camp. Hverju Norðurlandanna er boðið að senda sex þátttakendur úr aldursflokknum U15 í æfingabúðirnar ár hvert. Einnig er í boði að senda þjálfara á námskeið sem keyrt er samhliða æfingabúðunum.

Í ár verða Nordic Camp æfingabúðirnar í Svíþjóð, í Malmø. Helgi Jóhannesson aðstoðarlandsliðsþjálfari hefur valið þátttakandur fyrir Íslands hönd. Fyrir valinu urðu þau Andri Broddason TBR, Brynjar Már Ellertsson ÍA, Magnús Daði Eyjólfsson KR, Karolina Prus KR, Katrín Vala Einarsdóttir BH og Una Hrund Örvar BH.

Nordic Camp fer fram dagana 8. - 13. ágúst í sumar. Miðað við upplifun íslensku leikmannanna undanfarin ár á hópurinn von á skemmtilegum æfingabúðum og góðri þjálfun frá færum þjálfurum víðsvegar úr Evrópu.

Anna Margrét Guðmundsdóttir BH og Þorkell Ingi Eriksson TBR fara á þjálfaranámskeiðið og verða jafnframt fararstjórar hópsins.

 

Skrifađ 22. apríl, 2016
mg