Ni­urr÷­un Iran Fajr loks ger­ opinber

Niðurröðun alþjóðlega badmintonmótsins Iran Fajr 2008 sem fram fer í Teheran um helgina hefur nú loks verið gerð opinber. Hægt er að nálgast niðurröðunina með því að smella hér eða með því að fara á heimasíðu Badmintonsambands Asíu.

Badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir er nú á leið til Írans og lendir í höfuðborginni í nótt. Hún er með þriðju röðun í einliðaleik kvenna sem þýðir að hún er talin líkleg til að komast í undanúrslit á mótinu.

Í fyrstu umferð mætir Ragna Achinimeshika Rathnasiri Kapuru Mudiyanselage frá Sri Lanka. Achinimeshika er ekki á heimslistanum og geta hennar því mjög óljós. Takist Rögnu að vinna í fyrstu umferð bíður líklega heimamaður frá Íran í annari. Komist Ragna í átta liða úrslit er von á mjög sterkum andstæðing, annað hvort sterkri stúlku frá Malasíu eða Simone Prutsch frá Austurríki sem er númer 68 á heimslistanum.

Skrifa­ 31. jan˙ar, 2008
ALS