Íslandsmót unglingaliða er um helgina

Íslandsmót unglingaliða verður haldið í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði um helgina. Keppt er í aldursflokkum U11-U15.

Flokkur U11 keppir í tveimur riðlum og svo um sæti. Keppni í flokki 11 hefst klukkan 10 á laugardaginn en mæting keppenda er klukkan 9:30 og þá á að skila inn liðsuppstillingum. Gert er ráð fyrir að mótslok hjá U11 sé um klukkan 13:30.

Flokkur U15 keppir á laugardaginn og hefst keppni klukkan 13:30. Mæting er klukkan 13:00 og þá á að skila inn liðsuppstillingum. Áætluð mótslok hjá U15 er klukkan 16:30.

Flokkur U13B keppir á sunnudagsmorgni og keppni hefst klukkan 10:00 og mæting er klukkan 9:30. Áætluð mótslok eru klukkan 13:00.

U13A keppir eftir hádegi á sunnudegi og mæting er klukkan 12:30 en þá á að skila inn liðsuppstillingum. Keppni hefst klukkan 13:00 og áætluð mótslok eru klukkan 16:00.

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á Íslandsmóti unglingaliða.

Skrifað 21. apríl, 2016
mg