Sandefjord, liđ Öldu Karenar og Jóhannesar Orra, vann norsku Elítuseríuna

Átta lið taka þátt í Elítuseríunni í Noregi. Fjögur efstu liðin mætast svo í úrslitakeppni. Sandefjord BK sem hefur leitt seríuna frá upphafi tímabilsins spilaði undanúrslitaleik við Bærum BK sem var í fjórða sæti seríunnar. Eftir öruggan sigur þar var spilaður úrslitaleikur gegn Kristiansand. Viðureignin var jöfn og spennandi, en þegar staðan varð 6-2 Sandefjord í vil, var ekki þörf á að spila síðustu tvo leikina. Þetta var í 25. sinn sem lið Sandefjord BK sigrar í seríunni, en það gerðist síðast árið 2013. Lið Kristiansand BK hefur farið með sigur af hólmi í Elítuseríunni síðustu þrjú ár.

Lið Sandefjord BK er mjög ungt. En aðeins 4 af leikmönnum liðsins tóku þátt í sigri Sandefjord BK fyrir þremur árum síðan. Íslendingarnir Alda Karen Jónsdóttir og Jóhannes Orri Ólafsson léku bæði með Sandefjord BK þetta tímabilið. Alda sem er 17 ára hefur verið ein af lykil spilurum liðsins og átt margar sterkar viðureignir. Jóhannes sem er 16 ára er yngstur í liðinu og hefur verið varamaður þetta tímabilið, en hefur þó aðeins fengið að spreyta sig með ágætum árangri.

Skrifađ 12. apríl, 2016
mg