Værløse 2 spilar áfram í fyrstu deild næsta vetur

Tinna Helgadóttir spilar í vetur með Værløse 2 í Danmörku. Liðið spilar nú í umspili um hvaða lið falla í aðra deild út þeirri fyrstu. Liðið mætti Solrød Stand 2 í fimmta og síðasta leik umspilsins. Værløse 2 tapaði 4-9.

Tinna spilaði ekki með liði sínu í þessum leik. Værløse 2 vann annan tvenndarleikinn, fyrri einliðaleik kvenna, þriðja einliðaleik karla og annan tvíliðaleik kvenna.

Smellið hér til að sjá úrslit viðureignar Værløse2 og Solrød Stand 2.

Eftir þennan síðasta leik umspilsins endar Værløse 2 í öðru sæti umspilsins og spilar því áfram í fyrstu deild næsta vetur. Smellið hér til að sjá lokastöðuna í umspilinu.

Skrifað 12. apríl, 2016
mg