Daníel og Margrét Íslandsmeistarar í tvenndarleik

Íslandsmeistararnir í tvenndarleik frá því í fyrra, Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir TBR, mættu systkinunum Magnúsi Inga og Tinnu Helgabörnum í úrslitum í tvenndarleik.

Daníel og Margrét unnu sinn fyrsta titil í greininni í fyrra en Magnús Ingi og Tinna hafa unnið titilinn sjö sinnum. Magnús Ingi og Tinna leiddu fyrri lotuna framan af en Daníel og Margrét komust síðan yfir 18-17 og unnu lotuna 21-19. Magnús og Tinna leiddu einnig seinni lotuna en Daníel og Margrét komust yfir 17-16. Svo var janft 17-17, 18-18 og 19-19.

Daníel og Margrét unnu svo 21-19 og vörðu þannig Íslandmeistaratitil sinn.

Skrifað 10. apríl, 2016
mg