Atli og Kári Íslandsmeistarar í tvíliđaleik karla

Atli Jóhannesson og Kári Gunnarsson mættu Einari Óskarssyni og Daníel Jóhannessyni, allir úr TBR, í úrslitum tvíliðaleiks karla.

Atli og Kári unnu titilinn tvö síðastliðin ár. Fyrsta lotan var jöfn framan af en svo náðu Daníel og Einar yfirhöndinni og unnu lotuna 21-15. Önnur lotan var líka mjög jöfn en Daníel og Einar voru meirihlutann einu stigi yfir. Atli og Kári jöfnuðu í 16-16 og komust yfir 17-16. Þeir unnu lotuna svo 21-17. Síðasta lotan var hnífjöfn og liðin skiptust á að vera með eins stigs forystu. Atli og Kári náðu svo síðustu stigunum og unnu 21-17.

Þeir unnu því þriðja Íslandsmeistaratitil sinn í röð í tvíliðaleik karla.

Skrifađ 10. apríl, 2016
mg