Fimmti Íslandsmeistaratitill Kára í einliđaleik

Í úrslitum einliðaleiks karla mættust Kári Gunnarsson og Atli Jóhannesson, báðir úr TBR.

Kári hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn síðastliðin fjögur ár en Atli hefur ekki orðið Íslandsmeistari í einliðaleik.

Fyrri lotan var jöfn framan af en Kári var yfir 11-10. Þá sigldi Kári fram úr og vann lotuna örugglega 21-12. Kári var yfir alla seinni lotuna og vann örugglega 21-13.

Með því tryggði hann sér fimmta Íslandsmeistaratitilinn í röð í einliðaleik karla.

Skrifađ 10. apríl, 2016
mg