Íslandsmeistarar í tvenndarleik í A- og B-flokkum

Úrslitaleikir í tvenndarleik í A-, B-flokki voru að klárast á Meistaramóti Íslands 2016.

Í A-flokki mættu Ingólfur Ingólfsson og Sigrún Einarsdóttir TBR Sævari Ström og Guðríði Þóru Gísladóttur TBR. Ingólfur og Sigrún unnu 21-19 og 21-15.

Í B-flokki kepptu Víðir Þór Þrastarson og Bjarndís Helga Blöndal TBR gegn Elís Þór Danssyni TBR og Svanfríði Oddgeirsdóttur Aftureldingu. Elís Þór og Svanfríður unnu eftir oddalotu 19-21, 21-19 og 21-19.

Íslandsmeistarar í tvenndarleik í A-flokki eru Ingólfur Ingólfsson og Sigrún Einarsdóttir TBR.

Íslandsmeistarar í tvenndarleik í B-flokki eru Elís Þór Dansson TBR og Svanfríður Oddgeirsdóttir Aftureldingu.

Skrifað 10. apríl, 2016
mg