Íslandsmeistarar í tvíliðaleik í A- og B-flokkum

Úrslit í tvíliðaleikjum í A- og B-flokki voru að klárast.

Í A-flokki karla mættust Ingólfur Ingólfsson og Sævar Ström TBR og Atli Tómasson og Vignir Haraldsson TBR. Leikurinn var æsispennandi og endaði eftir oddalotu með sigri Atla og Vignis 21-15, 17-21 og 21-19. Í A-flokki kvenna mættu Sigrún Einarsdóttir og Guðríður Gísladóttir TBR Áslaugu Jónsdóttur og Hrund Guðmundsdóttur TBR/Hamri. Sigrún og Guðríður unnu eftir oddalotu 19-21, 21-12 og 21-16.

Íslandsmeistarar í tvíiliðaleik karla í A-flokki eru Atli Tómasson og Vignir Haraldsson TBR. Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna í A-flokki eru Sigrún Einarsdóttir og Guðríður Gísladóttir TBR.

Í B-flokki karla mættu Bjarni Þór Sverrisson og Eysteinn Högnason TBR Axel Erni Sæmundssyni og Víði Þór Þrastarsyni UMF Þór. Bjarni og Eysteinn unnu eftir oddalotu 21-17, 20-22 og 21-17. Í B-flokki kepptu Arndís Sævarsdóttir og Svanfríður Oddgeirsdóttir Aftureldingu við Hörpu Kristnýju Sturlaugsdóttir og Irenu Rut Jónsdóttur ÍA. Arndís og Svanfríður unnu 21-15 og 21-18.

Arndís Sævarsdóttir og Svanfríður Oddgeirsdóttir Aftureldingu eru Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna í B-flokki. Íslandsmeistarar í tvíliðaleik karla í B-flokki eru Bjarni Þór Sverrisson og Eysteinn Högnason TBR.

Skrifað 10. apríl, 2016
mg