Margrét spilar til úrslita í öllum greinum

Í undanúrslitum tvenndarleiks mættu Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir Agli Guðlaugssyni og Erlu Björgu Hafsteinsdóttur. Leikurinn var jafn og spennandi. Egill og Erla unnu fyrstu lotu 21-19 en Daníel og Margrét unnu þá aðra 21-13. Oddalotunni lauk síðan með sigri Daníels og Margétar 21-17.

Hinn undanúrslitaleikinn léku Magnús Ingi Helgason og Tinna Helgadóttir gegn Daníel Jóhannessyni og Rakel Jóhannesdóttur. Það voru því tvö systkinapör sem kepptu þann leik. Magnús Ingi og Tinna voru með yfirburði í þessum leik og unnu fyrri lotuna auðveldlega 21-7. Þau fengu meiri keppni í seinni lotunni en unnu hana síðan 21-17.

Daníel og Margrét mæta því Magnúsi og Tinnu í úrslitum. Margrét Jóhannsdóttir spilar til úrslita í öllum greinum og á möguleika á að verða þrefaldur Íslandsmeistari.

Skrifađ 9. apríl, 2016
mg