Drífa og Rakel mćta Margréti og Söru í úrslitum

Drífa Harðardóttir og Rakel Jóhannesdóttir kepptu í undanúrslitum tvíliðaleiks kvenna gegn Erlu Björgu Hafsteinsdóttur og Tinnu Helgadóttur. Elsa Nielsen og Sigríður Árnadóttir mættu svo Margréti Jóhannsdóttur og Söru Högnadóttur.

Tvíliðaleikur Erlu Bjargar og Tinnu gegn Drífu og Rakel fór í oddalotu eftir að Erla og Tinna töpuðu fyrstu lotunni 9-21. Þær unnu svo aðra lotuna 22-20. Þriðja lotan var jöfn framan af og spennandi en lauk með sigri Drífu og Rakelar 21-16.

Leikur Elsu og Sigríðar gegn Margréti og Söru lauk með sigri Margrétar og Söru 21-13 og 21-15.

Drífa og Rakel mæta því Margréti og Söru í úrslitum.

Skrifađ 9. apríl, 2016
mg