Daníel og Einar gegn Atla og Kára

Í undanúrslitum tvíliðaleiks karla mættust Bjarki Stefánsson og Daníel Thomsen þeim Daníel Jóhannessyni og Einari Óskarssyni. Leikurinn var nokkuð jafn og endaði með sigri Daníels og Einars 21-17 og 23-21.

Hinn úrslitaleikinn léku Atli Jóhannesson og Kári Gunnarsson gegn Kristjáni Huldari Aðalsteinssyni og Róberti Þór Henn. Atli og Kári unnu 21-13 og 21-13.

Daníel Jóhannesson og Einar Óskarsson mæta því Atla Jóhannessyni og Kára Gunnarssyni í úrslitum.

Skrifað 9. apríl, 2016
mg