Atli og Kári mćtast í úrslitum einliđaleiks karla

Í meistaraflokki mættust í undanúrslitum Kári Gunnarsson og Róbert Henn annars vegar og Atli Jóhannesson og Daníel Jóhannesson hins vegar.

Atli hafði yfirhöndina í allri fyrstu lotunni gegn Daníel og vann hana örugglega 21-7. Önnur lotan var öllu meira spennandi en hana vann Daníel 25-23. Seinasta lotan var hörkuspennandi fram á síðasta stig en Atli vann á endanum 22-20.

Kári vann fyrri lotuna sína 21-12. Seinni lotan var einnig auðveld fyrir Kára sem vann hana auðveldlega 21-7. Atli og Kári mætast því í úrslitum í einleiðaleik karla.

Skrifađ 9. apríl, 2016
mg