Tinna og Margrét mćtast í úrslitum einliđaleiks kvenna

Í undanúrslitum einliðaleiks kvenna mætti Tinna Helgadóttir Þorbjörgu Kristinsdóttur og Margrét Jóhannsdóttir mætti Söru Högnadóttur.


Tinna vann leikinn eftir að hafa haft yfirburði allan tímann 21-10 og 21-9. Margrét hafði yfirburði í fyrstu lotu gegn Söru og vann hana 21-13. Sara vann aðra lotuna 21-16. Leikurinn fór því í odd sem var mjög jafn framan af en endaði með sigri Margrétar 21-16.

Tinna og Margrét mætast því í úrslitum einliðaleiks kvenna á morgun.

Skrifađ 9. apríl, 2016
mg