Taastrup Elite spilar áfram í þriðju deild

Systkinin Drífa og Ragnar Harðarbörn spila með Taastrup Elite en liðið spilar nú í umspili um að komast upp í aðra deild en á haustönninni lék liðið í þriðju deild. Taastrup Elite mætti í þessum síðasta leik umspilsins Skovshoved 3 og tapaði 6-7.

Drífa lék fyrsta tvenndarleik og fyrsta tvíliðaleik kvenna með liði sínu í þessum leik. Ragnar lék fjórða einliðaleik og þriðja tvíliðaleik karla í þessum leik.

Drífa lék tvenndarleik með Thomas Laybourn gegn Christoffer Voldsgaard Holm og Filippa Koch Rohde. Þau unnu eftir oddalotu 12-21, 21-12 og 21-15. Hún lék svo tvíliðaleikinn með Katrine M. Hansen. Þær mættu Filippa Koch Rohde og Mette K. Pedersen. Drífa og Hansen unnu 21-17 og 21-14.

Ragnar lék einliðaleikinn gegn Thomas Viscovich og tapaði þeim leik 16-21 og 13-21. Tvíliðaleikinn lék hann með Per Wedel Gerzymisch gegn Thomas Viscovich og Mattias Elvers. Þeir töpuðu naumlega eftir oddalotu 17-21, 21-13 og 19-21.

Taastrup Elite vann auk leikja Drífu fyrsta og þriðja einliðaleik karla, annan tvíliðaleik kvenna og fyrsta tvíliðaleik karla.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit Taastrup Elite og Skovshoved 3.

Taastrup Elite endaði í sjötta sæti umspilsins og spilar því áfram í þriðju deild á næsta tímabili. Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum.

Skrifað 5. apríl, 2016
mg