Gríslingamót ÍA heppnaðist vel

Síðastliðin sunnudag, 27.janúar, fór Gríslingamót ÍA fram á Akranesi. Mótið var opið fyrir U11 aldursflokkinn eða þá leikmenn sem fæddir eru 1997 og síðar. Alls tóku 32 keppendur þátt í mótinu þremur félögum ÍA, TBR og UMSB. Því miður var veður mjög óheppilegt á sunnudaginn og komu því mun færri keppendur á mótið en skráðir voru.

Keppt var í liðakeppni þar sem leikmönnum var skipt upp í sex lið og spilaðar fimm umferðir. Mörg skemmtileg tilþrif sáust og stóðu krakkarnir sig mjög vel. Að lokum stóð liðið Japan uppi sem sigurvegari en allir keppendur fengu viðurkenningu fyrir þátttökuna.

Liðstjórar liðanna í mótinu voru iðkendur í eldri flokkum Badmintonfélags Akraness og stóðu þau sig frábærlega við að stýra liðunum.

 

Gríslingamót ÍA. Sigurliðið Japan. Liðsstjóri Egill Guðlaugsson.

 

Meðfylgjandi mynd er af sigurliðinu Japan en það var Egill Guðlaugsson sem var liðsstjóri liðsins.

Skrifað 29. janúar, 2008
ALS