Kári tók ţátt í Orleans International

Kári Gunnarsson tók þátt í Orleans International mótinu í Frakklandi í dag. Hann mætti í fyrstu umferð Mikael Westerback frá Svíþjóð og tapaði fyrir honum 16-21 og 10-21. Westerback er númer 147 á heimslista en Kári er númer 226. Kári er með því dottinn úr mótinu. Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Orleans International.

Næst mun Kári keppa á Meistaramóti Íslands og verja Íslandsmeistaratitla sína, í einliðaleik og tvíliðaleik. Þá mun hann keppa í Evrópukeppni einstaklinga í lok apríl ásamt Söru Högnadóttur en þau unnu sér bæði inn þátttökurétt í keppninni.

Skrifađ 31. mars, 2016
mg