Íslensku keppendurnir hafa lokið keppni í Póllandi

Evrópukeppni U17 einstaklinga hélt áfram í Lubin í dag.

Eysteinn Högnason lék einliðaleik gegn Barbado Miguel frá Spáni og tapaði 5-21 og 6-21.

Úlfheiður Embla lék einliðaleik gegn Wiktoria Dabczynska frá Póllandi en henni var raðað númer níu inn í greinina. Úlfheiður tapaði 7-21 og 9-21.

Þórunn Eylands tapaði fyrir Katsiiaryna frá Hvíta-Rússlandi 15-21 og 8-21.

Tvíliðaleikir voru einnig leiknir í dag. Bjarni Þór Sverrisson og Eysteinn Högnason öttu kappi við Gasper Krivec og Klemen Lesnicar frá Slóveníu en töpuðu 8-21 og 10-21. Daníel Ísak Steinarsson og Einar Sverrisson mættu Paulius Bertasius og Jonas Petkus frá Litháen. Daníel og Einar töpuðu naumlega 15-21 og 19-21.

Úlfheiður Embla og Halla María Gústafsdóttir léku gegn Tilda Sjoo og Ellen Scott frá Svíþjóð. Þær töpuðu 5-21 og 8-21. Þórunn Eylands lék með Kitti Szotak frá Ungverjalandi. Þær mættu Julie Ferrier og Juliette Moinard frá Frakkalandi en þeim var raðað númer fimm inn í greinina. Þórunn og Szotak töpuðu 18-21 og 15-21.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit dagsins.

Þá hafa íslensku keppendurnir lokið keppi í Evópukeppni U17 einstaklinga.

Skrifað 22. mars, 2016
mg