Nýkrýndir Reykjavíkurmeistarar

Reykjavíkurmót fullorðinna var um helgina. Keppt var í öllum greinum í meistaraflokki, A- flokki og B-flokki nema einliða- og tvíliðaleik kvenna í A-flokki. Mótið er hluti af Dominos mótaröð Badmintonsambands Íslands og gefur stig á styrkleikalista.

Í meistaraflokki stóð Kári Gunnarsson TBR uppi sem Reykjavíkurmeistari í einliðaleik karla er hann vann í úrslitum Daníel Jóhannesson TBR 21-9 og 21-11.

 

Reykjavíkurmeistari í einliðaleik karla M

 

Sara Högnadóttir TBR er Reykjavíkurmeistari í einliðaleik kvenna en spilað var í riðli í greininni.

 

Reykjavíkurmeistari í einliðaleik kvenna M

 

Atli Jóhannesson og Kári Gunnarsson TBR eru Reykjavíkurmeistarar í tvíliðaleik karla eftir sigur á Daníel Jóhannessyni og Einari Óskarssyni í úrslitum 21-14 og 21-11.

 

Reykjavíkurmeistarar í tvíliðaleik karla M

 

Rakel Jóhannesdóttir og Sara Högnadóttir TBR urðu Reykjavíkurmeistarar í tvíliðaleik kvenna eftir að hafa sigrað í úrslitum Jóhönnu Jóhannsdóttur og Sunnu Ösp Runólfsdóttur TBR 21-18 og 21-14.

 

Reykjavíkurmeistarar í tvíliðaleik kvenna M

 

 Reykjavíkurmeistarar í tvenndarleik eru systkinin Daníel Jóhannesson og Rakel Jóhannesdóttir TBR eftir að hafa sigrað í úrslitum Einar Óskarsson og Jóhönnu Jóhannsdóttur TBR 21-15 og 24-22.

 

Reykjavíkurmeistarar í tvenndarleik M

 

Kári Gunnarsson, Rakel Jóhannesdóttir og Sara Högnadóttir urðu tvöfaldir Reykjavíkurmeistarar.

Í A-flokki sigraði Sigurður Eðvarð Ólafsson BH Jón Sigurðsson TBR í úrslitum í einliðaleik karla 21-13 og 21-14.

Reykjavíkurmeistarar í tvíliðaleik karla í A-flokki eru Egill Sigurðsson og Jón Sigurðsson TBR eftir sigur á Svíunum Daniel Söderström og Mattias Englind í úrslitum 21-16 og 21-13.

Reykjavíkurmeistarar í tvenndarleik í A-flokki eru Jón Sigurðsson og Guðrún Björk Gunnarsdóttir TBR en þau unnu í úrslitum Sigurð Eðvarð Ólafsson og Sigrúnu Maríu Valsdóttur BH eftir oddalotu 12-21, 21-19 og 21-15.

Jón Sigurðsson er tvöfaldur Reykjavíkurmeistari.

Kristinn Breki Hauksson Aftureldingu er Reykjavíkurmeistari í einliðaleik karla í B-flokki eftir sigur á Þórði Skúlasyni BH eftir oddalotu í úrslitum 21-13, 21-23 og 21-16.

Reykjavíkurmeistari í einliðaleik kvenna í B-flokki er Sunna Karen Ingvarsdóttir Aftureldingu en keppt var í riðli í greininni.

Reykjavíkurmeistarar í tvíliðaleik karla í B-flokki eru Gunnar Örn Ingólfsson og Steinþór Hilmarsson TBR en þeir unnu í úrslitum Ask Mána Stefánsson og Garðar Hrafn Benediktsson BH eftir oddalotu 21-12, 17-21 og 21-6.

Reykjavíkurmeistarar í tvíliðaleik kvenna í B-flokki eru Katrín Vala Einarsdóttir og Una Hrund Örvar BH en þær unnu Maríu Ólafsdóttur og Silju Þorsteinsdóttur BH 21-7 og 21-17.

Reykjavíkurmeistarar í tvenndarleik í B-flokki eru Hallur Helgason og Arndís Sævarsdóttir Aftureldingu en þau unnu Egil Magnússon og Sunnu Karen Ingvarsdóttur Aftureldingu í úrslitum 21-17 og 21-9.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Reykjavíkurmóti fullorðinna. Fleiri myndir frá Reykjavíkurmótinu má finna á Facebooksíðu Badmintonsambands Íslands.

Síðasta mót vetrarins er Meistaramót Íslands sem verður haldið í TBR helgina 8. - 10. apríl næstkomandi.

Skrifađ 20. mars, 2016
mg