═sland tapa­i fyrir Sviss

Síðasti leikur íslenska U17 landsliðsins í Evrópukeppni U17 landsliða fór fram í Póllandi í morgun. Liðið tapaði fyrir Sviss 0 - 5.

Þórunn Eylands spilaði einliðaleik gegn Aline Müller og tapaði 6-21 og 11-21.

Daníel Ísak Steinarsson tapaði fyrir Julien Scheiwiller 5-21 og 11-21.

Tvíliðaleik kvenna spiluðu Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir og Þórunn Eylands gegn Aline Müller og Marion Varrin. Þær töpuðu 8-21 og 10-21.

Eysteinn Högnason og Einar Sverrisson léku tvíliðaleik gegn Nicolas A. Mueller og Yann Orteu og töpuðu 14-21 og 16-21.

Tvenndarleikinn léku Daníel Ísak og Úlfheiður en þau mættu David Orteu og Marion Varrin og töpuðu 9-21 og 10-21.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit dagsins í Evrópukeppni U17 landsliða.

Með því lauk þátttöku U17 landsliðsins í keppninni en efsta liðið í hverjum riðli fer upp úr riðlinum og spilar í átta liða úrslitum.

Einstaklingskeppnin hefst svo á mánudaginn. Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar í einstaklingskeppninni.

Skrifa­ 19. mars, 2016
mg