Tap fyrir Hollandi 0 - 5

U17 landsliðið keppti gegn Hollandi nú rétt í þessu í Evrópukeppni U17 landsliða.

 

U17 landsliðið í Lubin í Póllandi 2016

 

Þórunn Eylands tapaði fyrir Marlies Baan 12-21 og 12-21. Daníel Ísak Steinarsson tapaði fyrir Ties Van Der Lecq 5-21 og 12-21.

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir og Halla María Gústafsdóttir léku tvíliðaleik gegn Debora Jille og Madouc Linders. Þær töpuðu 5-21 og 4-21.

Eysteinn Högnason og Bjarni Þór Sverrisson léku tvíliðaleik við Timo Stoffelen og Ties Van Der Lecq. Eysteinn og Bjarni Þór töpuðu 7-21 og 4-21.

Síðasta viðureignin var tvenndarleikur en hann léku Einar Sverrisson og Þórunn Eylands gegn Sebastian Ming Kee Li og Debora Jille. Einar og Þórun töpuðu 8-21 og 11-21.

Með því vann Holland leikinn 5 - 0. Smellið hér til að sjá fleiri úrslit dagsins í Evrópukeppni U17 landsliða.

Í fyrramálið er leikur gegn Sviss klukkan 9.

Skrifađ 18. mars, 2016
mg