TBR-ingarnir stˇ­u sig vel Ý R÷dby

Hópur unglinga úr Tennis- og badmintonfélagi Reykjavíkur tók þátt í unglingamóti í Rrödby á Lálandi í Danmörku um helgina. Keppt var í aldursflokkunum U17 og U19 en keppninni var skipt upp í getustig A og M (meistara). Á unglingamótum í Danmörku er auk þess keppt í E flokki eða elite.

Krakkarnir stóðu sig mjög vel og unnu til margra verðaluana. Í U17 M sigraði Sunna Ösp Runólfsdóttir einliðaleikinn og þær Rakel Jóhannesdóttir og Elín Þóra Elíasdóttir tvíliðaleikinn. Í U17 A sigruðu þeir Jónas Baldursson og Kjartan Pálsson í tvíliðaleik en þeir Aron Ármann Jónsson og Nökkvi Rúnarsson voru í 3.-4.sæti í sama flokki. Í tvenndarleik í U17 A urðu þau Kjartan Pálsson og Ylfa Sigurðardóttir í öðru sæti en Jónas Baldursson og Ásta Ægisdóttir náðu 3.-4.sætinu í sama flokki.

Smellið hér til að skoða úrslit RBK Forza Cup.

Skrifa­ 28. jan˙ar, 2008
ALS