Annar dagur Íslandsmóts unglinga

Í dag fór annar dagur Íslandsmóts unglinga fram í Íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi. Margir jafnir leikir fóru fram og oddalotur mjög margar. Leikið var fram í úrslit í tvíliða- og tvenndarleikjum allra flokka og fram í undanúrslit í einliðaleikjum.

Flokkur U11 var allur spilaður í dag. Íslandsmeistarar í einliðaleik í flokki U11 eru Arnar Svanur Huldarsson BH og Lilja Bu TBR. Íslandsmeistarar í tvíliðaleik í flokki U11 eru Máni Berg Ellertsson ÍA og Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH.

Smellið hér til að sjá úrslit dagsins.

Smellið hér til að sjá leiki morgundagsins.

Skrifað 12. mars, 2016
mg