Íslandsmót unglinga er um helgina

Íslandsmót unglinga verður í Íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi um helgina. ÍA, Badmintonfélag Akraness, heldur mótið þetta árið í samstarfi við Badmintonsamband Íslands.

Mótið hefst á morgun, föstudaginn, 11. mars, klukkan 12 með leikjum í fyrstu umferð í tvíliðaleik í flokkum U13 og U15. Spilað verður fram í undanúrslit á laugardaginn í öllum greinum nema einliðaleikjum en áætluð lok dagsins er um klukkan 18.

Flokkur U11 hefur keppni klukkan 9:00 á laugardeginum. Áætluð mótslok fyrir U11 er klukkan 12 á laugardegi. Leikir flokksins eru ekki tímasettir en fyrst er keppt í einliðaleik og svo tvíliðaleik.

Keppendur eru 168 talsins frá 10 félögum, Aftureldingu, BH, Hamri, ÍA, KR, Samherjum, TBR, TBS, UMFS og UMF Þór. Spilaðir verða 337 leikir um helgina.

Mótsstjóri er Egill G. Guðlaugsson og mótsstjórn skipa Arnór Tumi Finnsson, Irena Rut Jónsdóttir Karitas Eva Jónsdóttir og Margrét Gunnarsdóttir.

Á sunnudeginum hefst keppni klukkan 10 með undanúrslitaleikjum í einliðaleik. Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar mótsins. Áætluð mótslok er um klukkan 15 á sunnudeginum.

Athugið að tímasetningar geta breyst og mótið verður keyrt áfram eins og hægt er.

Prúðasta liðið fær bikar í lok mótsins.

Skrifað 10. mars, 2016
mg